Handsömuðu illvígan snjódreka
Krakkarnir í 5. bekk C í Holtaskóla sáu eitthvað hreyfast í snjónum neðan við sundmiðstöðina í Keflavík nú í hádeginu. Eftir að hafa kastað snjóboltum í fyrirbærið stukku börnin á það og héldu föstu. Þá kom í ljós að þarna var snjódreki einn illvígur mjög. Hann var yfirbugaður fljótt og að lokum stillt upp fyrir myndatöku. Meðfylgjandi mynd er af snjódrekanum ógurlega og börnunum í 5. C ásamt kennara sínum.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi