Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Handboltastjarna býður í kakó í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 27. janúar 2021 kl. 11:00

Handboltastjarna býður í kakó í Reykjanesbæ

Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og atvinnumaður til margra ára verður með fyrirlestur og býður á fimmtudagskvöld í karlakakakó í Orkustöðinni sem opnaði nýlega í Reykjanesbæ.

„Kakóið sem við drekkum saman er svokallað „ceremonial grade cacao“. Þetta jurta meðal og töfra drykkur hefur verið drukkið við heilagar athafnir í þúsundir ára í Mayan og Inca ættbálkum í Suður-Ameríku til að tengjast inn í hjartað og oft kallað hjartaopnandi drykkur. En á sama tíma er þetta ofurfæða sem inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirliggjandi tilgangur þessarar kvöldstundar er að sýna þér leiðir til að skoða jákvæð element karlorkunnar og þar með hækka orku þína, skýrleika og gleði. Þetta kvöld býður þér inn í raunveruleik sem fáir hafa verið að spila hingað til en er meir og meir að líta dagsins ljós og verða samþykktur. Þessi leikur er knúinn af miklu fínni og hárbeittari orku en mörg okkar þekkjum,“ segir í texta um karlakakóið sem Óli Stef býður í fimmtudaginn 28.janúar.

-PRAKTÍSKU ATRIÐIN-
Kl: 20:30-22:00
Stök stund 5000 kr.
Gott að koma í þæginlegum fatnaði sem þér líður vel í, á léttum maga.

-SKRÁNING-
Greiðsla staðfestir skráningu
kt: 481118-0420
Rn: 0133-26-000119
Greiðslukvittun sendist á [email protected]