Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Handboltakappi stefnir á háloftin í framtíðinni
Laugardagur 22. júní 2013 kl. 10:00

Handboltakappi stefnir á háloftin í framtíðinni

-- segir Vignir Örn Águstsson í viðtali við íþrótta-UNG Víkurfrétta

Vignir Örn Águstsson er 16 ára gamall nemandi í Akurskóla, æfir handbolta með HKR og stefnir að því að fara í Menntaskólann í Reykjavík í haust. Vigni dreymir m.a. um að verða flugmaður í framtíðinni.

Hvaða íþrótt æfir þú? Handbolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hversu oft æfir þú í viku? 5 sinnum.

Ertu með ákveðið mataræði þegar þú ert að fara taka þátt í móti eða fara keppa? Ég reyni bara að borða mikið af orkuríkri fæðu

Hver eru áhugamál þín?  Handbolti, fótbolti, vera með vinum og kæró.

Hvert er draumastarfið í framtíðinni?  Draumurinn er að verða flugmaður en ég veit ekki hvort það rætist.

Hvaða íþróttamaður mundi lýsa þér best?  Hef ekki hugmynd.

Hefur þú áhuga á að komast langt í þinni íþrótt eða er þetta bara áhugamál?  Auðvitað stefnir maður á toppinn, það þýðir ekkert annað!

Hver er frægasti íþróttamaðurinn sem þú hefur hitt?  Bara einhverjir úr landsliðinu í handbolta.

Með hvaða liði heldur þú með í ensku deildinni?  Auðvitað Liverpool !

Áttu einhverja fyrirmynd?  Enginn sérstök en Steven Gerrard er frábær leikmaður.

Uppáhalds íþróttamaður?  Steven Gerrard.

Skemmtilegasta íþrótt sem þú hefur prófað?  Íshokki.

Hvað hefur þú stundað margar íþróttir og hverjar eru þær?  ég hef stundað 5 íþróttagreinar; handbolta, fótbolta, íshokkí, golf og dans.

Hvað finnst þér best að gera eftir æfingar?  Að fá mér ískalda kókómjólk.

Lokaspurning - Ef þú mættir velja einn ofurkraft, hver væri það?  Ætli það sé ekki að flúga eða vera ósýnilegur.