Föstudagur 22. nóvember 2013 kl. 10:16
Handavinnusýning í Garði á sunnudag
Handavinnusýning verður í Auðarstofu í Garði nk. sunnudag, 24. nóvember. Auðarstofa er að Gerðavegi 1 og verður sýningin opin frá kl. 12:00 til 17:00.
Sýndur er afrakstur starfs félags 60 ára og eldri og öryrkja. Kaffi og vöfflur verða seldar á staðnum. Þá verður einnig kökubasar.