Handavinnusýning í Garði
Félagsstarfið Auður er fyrir 60 ára+ og öryrkja í Garði. Félagsstarfið ætlar að vera með handavinnusýningu í Auðarstofu, Gerðavegi 1 Garði, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13:00-17:00. Þar mun félagsstarfið sýna handverk sem unnið hefur verið að í vetur. Vonast aðstandendur sýningarinnar til að sjá sem flesta. Söluborð með ýmsu handverki félagsmanna. Kaffisala og kökubasar.