Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hanakambar, hárlakk og herðapúðar í kvöld
Lísa Einarsdóttir söngkona í hlutverki Bjarkar Guðmundsdóttur. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 10:35

Hanakambar, hárlakk og herðapúðar í kvöld

Hátíðartónleikar Ljósanætur, Með blik í auga III – Hanakambar, hárlakk og herðapúðar, verða frumsýndir í kvöld kl. 20:00 í Andrews leikhúsi á Ásbrú. Þannig er tekið smá forskot á sæluna áður en dagskrá Ljósanætur skellur á.

Þetta er lokasýning þríleiksins Með blik í auga sem slegið hefur í gegn á Ljósanótt en að þessu sinni verður tónlist og tíðarandi áratugarins 1980 - 1990 í brennidepli. Alls verður boðið upp á fernar sýningar. Önnur sýning verður fimmtudagskvöldið 5. september kl. 20:00 og tvær sýningar verða sunnudaginn 8. september kl. 16:00 og 20:00.

Miðasala er á midi.is.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024