Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hanakambar, hárlakk og herðapúðar
Hópurinn sem stendur á bak við sýninguna Með blik í auga; hanakambar, hárlakk og herðapúðar 2013.
Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 10:00

Hanakambar, hárlakk og herðapúðar

Miðasala að hefjast á lokasýningu þríleiksins Með blik í auga 3

Undirbúningur að lokasýningu þríleiksins Með blik í auga er þegar hafinn en nú verður tónlist og tíðarandi áratugarins 1980 - 1990 í brennidepli undir yfirskriftinni: Hanakambar, hárlakk og herðapúðar.

Skipuleggjendur, höfundur handrits og tónlistarstjóri eru áfram þeir kappar Kristján Jóhansson , Arnór B. Vilbergsson og Guðbrandur Einarsson. Að venju taka þátt fjöldi tónlistarmanna af Suðurnesjum ásamt stórhljómsveit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin er hluti af hátíðardagskrá Ljósanætur og hefur rækilega slegið í gegn undanfarin ár. Ekkert verður til sparað í umgjörð sýningarinnar sem verður líkt og undanfarin ár haldin í Andrews leikhúsi á Ásbrú og að þessu sinni hefur verið ráðinn til sýningarinnar leikstjórinn og reynsluboltinn Gunnheiður Kjartansdóttir.

Meðal flytjenda eru Valdimar Guðmundsson, Lísa Einarsdóttir, Hjörleifur Már Jóhansson, Sólmundur Friðriksson, Hlynur Þór Valsson, Melkorka Rós Hjartardóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir, Sigríður Guðbrandsdóttir og Andrea Lind Hannah. Fjórtán manna hljómsveit leikur undir.

Miðasala hefst föstudaginn 9. ágúst á midi.is og eru Suðurnesjamenn hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma. Frumsýning er miðvikudaginn 4. september, 2. sýning 5. september og boðið verður upp á tvær sýningar sunnudaginn 8. september.