Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hamrar og sagir á lofti hjá ungu kynslóðinni
Miðvikudagur 9. júlí 2003 kl. 09:50

Hamrar og sagir á lofti hjá ungu kynslóðinni

Á hverju sumri breytist malarvöllurinn í Keflavík í stórt smíðaverkstæði þegar ungir krakkar taka til við að smíða sín eigin hús. Þegar litið er yfir völlinn má sjá kofa af ýmsum gerðum og stærðum og greinilegt er að margir ungir upprennandi smiðir taka sín fyrstu hamarshögg þarna. Metnaður hinna ungu smiða er mikill og áhuginn skín úr andlitum þeirra sem þarna standa og saga, negla og naglhreinsa.Tvíburasysturnar Sigríður og Sólborg og tvíburasysturnar Bríet og Sara voru í smá pásu og stilltu sér upp í myndatöku. Þær eru allar 6 ára og segja að kofinn þeirra verði kannski tveggja hæða. Þær báðu blaðamann sérstaklega að taka það fram að þær væru bestu vinkonur og að þær væru ekki enn búnar að finna nafn á kofann.

VF-ljósmynd: Þær voru hressar vinkonurnar þar sem þær sátu í kaffi ofan á kofanum sínum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024