HAMINGJURÁNIÐ Í FÉLAGSBÍÓ -VOX ARENA
Vox Arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, frumsýndi sl.fimmtudagskvöld í Félagsbíói franska söngleikinn Hamingjuránið eftir BengtAhlfors í leikstjórn Maríu Reyndal.Alls taka um 25 nemendur skólans þátt í uppfærslunni og hefur undirbúningurstaðið yfir sl. tvo mánuði.Það er aðdáunarvert þegar ungt fólk í fullu námi tekur sér fyrir hendurslíkt þrekvirki sem uppsetning leikverks er en Vox Arena hefur alla tíðverið með virkustu félögum skólans og eins Ólafur Jón Arnbjörnssonskólameistari segir í leikskrá: “Sú ögun sem felst í þátttöku íleiklistarstarfsemi undir stjórn góðs leikstjóra er ekki síður nám og íraun reynsla sem nýtist mörgum nemandanum ekki síður og jafnvel betur tilnáms og starfa í framtíðinni”.Leikgleði nemendanna í Vox Arena var greinileg á þessari sýningu ogmetnaðurinn mikill. Því þótti undirritaðri miður að ekki skyldu fleirinjóta sýningarinnar og velti fyrir sér ástæðum þess að íbúar Reykjanesbæjarsjá sér ekki fært að styrkja menningu og listir í bæjarfélaginu. Nálægðinvið höfuðborgarsvæðið skiptir þar víst nokkru máli en bæjarbúar verða aðgera það upp við sig hvernig menningarlíf þeir kjósa í Reykjanesbæ.Hamingjuránið segir af Elísu Martinelli ítalskri blómarós og Gunnari Freybankastarfsmanni af frónni sem fella hugi saman á listasafni í París.Skreytt með hvítri lygi, ást og list, ásamt páfagaukunum Tristan og Ísolder útkoman líkt og málverk eftir Chagal.Það reynir nokkuð á leikendur í þessari sýningu enda leikur höfundur sér aðtengslum leikara við áhorfendann og þarf iðulega að áminna leikara um aðtala nú réttum tungum, áhorfendur séu íslenskir og því dugi hvorki ítalskané enska. Verkið kitlaði hláturtaugarnar og ekki var söngurinn síðri.Þar var áberandi ung söngkona Guðrún Erla Hólmarsdóttir sem lék eittaðalhlutverkið og eigum við vonandi eftir að heyra meira frá henni íframtíðinni.Aðrir leikendur voru Kristján Þór Kristjánsson, Guðmundur J. Árnason,Stefán Þ. Pétursson, Rakel Þorgeirsdóttir, Íris Jónsdóttir Thordersen,Petra M. Pétursdóttir, Þóra J. Benónýsdóttir, Ásta V. Bjarnadóttir, JóhannaM. Pálsdóttir og Anna S. Elíasdóttir.Síðasta sýning Hamingjuránsins er í kvöld, fimmtudaginn 18. mars kl. 20.00og vil ég hvetja þá sem enn hafa ekki séð sýninguna til þess að skemmta sérmeð ungu hæfileikafólki Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Til hamingju með sýninguna,Dagný Gísladóttir.