Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Hamborgarhryggurinn er ómissandi á jólunum
Mánudagur 25. desember 2017 kl. 06:00

Hamborgarhryggurinn er ómissandi á jólunum

Guðríður Hafsteinsdóttir er mikið jólabarn og elskar allt við jólin, hún ætlar að vera fyrr á ferðinni í ár en vanalega að kaupa jólagjafirnar en vanalega er hún á síðasta snúning í jólagjafainnkaupum. Guðríður er klæðskeri og kjólasveinn og vinnur sem dresser í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir en dresser sér um að hjálpa við búningaskipti á sýningum, draumur hennar er þó að vinna við búningagerð.

Ertu mikið jólabarn?
Já, ég mjög mikið jólabarn, elska allt við jólin!

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Heldur þú fast í gamlar jólahefðir?
Já, ég reyni það, en finnst líka gaman að byrja á nýjum hefðum og breyta til (það getur samt verið erfitt).

Hvað er ómissandi á jólunum?
Hamborgarhryggurinn hjá mömmu og pabba og fjölskylduboðið á annan í jólum.

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?
Samveran með fjölskyldunni, hátíðleg tónlist og jólaljósin sem lýsa upp skammdegið.

Bakar þú smákökur fyrir jólin?
Ég reyni að gefa mér tíma til þess, oftast eru það lakkrístoppar og engiferkökur.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Oft er ég á síðasta snúning á Þorlák með gjafirnar, en ég ætla að bæta úr því í ár og vera búin mun fyrr.

Hvenær setur þú upp jólatréð?
Þegar ég var barn þá skreyttum við jólatréð oftast sirka þremur dögum fyrir jól, en á seinni árum hef ég skreytt það í byrjun aðventu. Mér finnst að það eigi að fá að njóta sín alla aðventuna.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Stiga sleðinn sem ég fékk sirka tíu ára og klæðskera skærin mín sem ég fékk fyrir tveimur árum. Þeirri gjöf fylgdi flókinn en skemmtilegur ratleikur um allt húsið þar til loks ég fann skærin.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þegar aðventan byrjar, mér finnst hún svo yndisleg og alveg jafn mikill hluti af jólunum.