VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Mannlíf

Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð bestir á grillið
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 23. maí 2020 kl. 09:44

Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð bestir á grillið

Anna Margrét Ólafsdóttir segist vera dellukona með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti.

– Nafn:

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Anna Margrét Ólafsdóttir.

– Fæðingardagur:

30. desember.

– Fæðingarstaður:

Sjúkrahúsið á Selfossi.

– Fjölskylda:

Er gift Inga Þór Ingabergssyni og saman eigum við þrjú börn og einn hund, nýlega bættust við nokkur síli!

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Tamningakona og rithöfundur.

– Aðaláhugamál:

Ég get ekki valið eitt sem aðal en þau sem tróna á toppnum eru; jóga, lestur, útivist (fjallgöngur og göngur), samskipti fólks og allt sem tengist orku og andlegri næringu manneskjunnar.

– Uppáhaldsvefsíða:

lubbipeace.com sem er í stöðugri vinnslu.

– Uppáhalds-app í símanum:

Instagram og The Pattern.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Já, komdu nú þar! Við hjónin eigum og rekum Lubba Peace þar sem eru framleidd og komið að nokkrum sérlega góðum og vel hljóðandi hlaðvörpum: Fjölskyldan ehf., Góðar sögur, Leiðin að sjálfinu og Skúffuskáld. Það sem ég er að hlusta á núna, sem er ekki frá okkur, heitir Dying for sex – frábærlega vel unnið og skemmtilegt.

– Uppáhaldsmatur:

Ég er dellukona og núna er ég með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti, þá helst rauðrófum og súrdeigsbrauði og pizzum – já, ég er í Súrdeigshópnum á facebook og já, ég bjó til minns eigins súr.

– Versti matur:

Allur þorramatur og sveppir.

– Hvað er best á grillið?

Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð. Það setur hamborgarann á annað gæðastig.

– Uppáhaldsdrykkur:

Engiferöl og sódavatn

– Hvað óttastu?

Það versta.

– Mottó í lífinu:

Að hlusta á plexið og sinna mér og fólkinu mínu.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Astrid Lindgren, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Edgar Cayce, Elvis Presley og langömmu mína, Guðfinnu Þorsteinsdóttur – Erlu. Gæti orðið gott partý þetta!

– Hvaða bók lastu síðast?

Ég er að lesa Litlir eldar alls staðar eftir Celeste Ng, síðast kláraði ég Signs eftir miðilinn Laura Lynn Jackson.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Ég fylgist með Grace & Frankie, Working Moms, Dead to me, After Life, A-Typical, The Let Down o.fl.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

Eins og sjá má að ofan, eitthvað sem er ekki of þungt eða hræðilegt ... fréttirnar sjá um það.

– Fylgistu með fréttum?

Já, í útvarpi og á neti.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Yesterday.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Golfarinn Skarphéðinn Óli og markmaðurinn Bergrún Björk.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

RKV og Golfklúbbur Suðurnesja.

– Ertu hjátrúarfull?

Ég segi bara nei og já!

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Otis Redding, Nina Simone, Stevie Wonder, Lizzo, Maggie May með Rod Stewart, Bítlarnir, Cat Stevens, Nick Cave kemur mér kannski ekki í gott skap en hann er „all-time favorite“ og verður að vera með. Mér finnst samt erfitt að velja því góð tónlist bara kemur mér yfirleitt í gott skap.

– Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Ég vil ekki einu sinni telja það upp, þá bara fer ég í fýlu!

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Ég hef verið að kenna jóga og skipuleggja ótrúlega spennandi námskeið í Lubba Peace. Er framkvæmdarstýra Lubba Peace.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Heldur betur, hef bara ekkert geta unnið sem er auðvitað mjög súrt.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Sem mjög krefjandi en mikilvægt ár. Ár til að læra og takast á við sjálfan sig.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, meira að segja mjög mjög mikil bjartsýni.

– Hvað á að gera í sumar?

Vera með fjölskyldunni, taka til í garðinum, keyra um, njóta – og í ágúst fer ég með fjölskyldunni til Aðalvíkur sem verður hápunkturinn held ég.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Aðalvíkur og svo er restin óskrifað blað. Mig langar að fara til Akureyrar og vera eitthvað hjá fjölskyldunni minni á Selfossi.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi byrja á göngu á Þorbjarnarfell og fara í Þjófagjá og stoppa svo Hjá Höllu í Grindavík. Þaðan myndi ég svo keyra að Brimkatli, stoppa í Höfnum, skoða Stafnes, Sandgerði og Garð. Það eru ótrúlega margar náttúruperlur sem ég myndi skoða. Þyrfti sennilega nokkra daga til að gera þetta vel og vandlega.

VF jól 25
VF jól 25