Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð bestir á grillið
Anna Margrét Ólafsdóttir segist vera dellukona með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti.
– Nafn:
Anna Margrét Ólafsdóttir.
– Fæðingardagur:
30. desember.
– Fæðingarstaður:
Sjúkrahúsið á Selfossi.
– Fjölskylda:
Er gift Inga Þór Ingabergssyni og saman eigum við þrjú börn og einn hund, nýlega bættust við nokkur síli!
– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Tamningakona og rithöfundur.
– Aðaláhugamál:
Ég get ekki valið eitt sem aðal en þau sem tróna á toppnum eru; jóga, lestur, útivist (fjallgöngur og göngur), samskipti fólks og allt sem tengist orku og andlegri næringu manneskjunnar.
– Uppáhaldsvefsíða:
lubbipeace.com sem er í stöðugri vinnslu.
– Uppáhalds-app í símanum:
Instagram og The Pattern.
– Uppáhaldshlaðvarp:
Já, komdu nú þar! Við hjónin eigum og rekum Lubba Peace þar sem eru framleidd og komið að nokkrum sérlega góðum og vel hljóðandi hlaðvörpum: Fjölskyldan ehf., Góðar sögur, Leiðin að sjálfinu og Skúffuskáld. Það sem ég er að hlusta á núna, sem er ekki frá okkur, heitir Dying for sex – frábærlega vel unnið og skemmtilegt.
– Uppáhaldsmatur:
Ég er dellukona og núna er ég með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti, þá helst rauðrófum og súrdeigsbrauði og pizzum – já, ég er í Súrdeigshópnum á facebook og já, ég bjó til minns eigins súr.
– Versti matur:
Allur þorramatur og sveppir.
– Hvað er best á grillið?
Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð. Það setur hamborgarann á annað gæðastig.
– Uppáhaldsdrykkur:
Engiferöl og sódavatn
– Hvað óttastu?
Það versta.
– Mottó í lífinu:
Að hlusta á plexið og sinna mér og fólkinu mínu.
– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?
Astrid Lindgren, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Edgar Cayce, Elvis Presley og langömmu mína, Guðfinnu Þorsteinsdóttur – Erlu. Gæti orðið gott partý þetta!
– Hvaða bók lastu síðast?
Ég er að lesa Litlir eldar alls staðar eftir Celeste Ng, síðast kláraði ég Signs eftir miðilinn Laura Lynn Jackson.
– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?
Ég fylgist með Grace & Frankie, Working Moms, Dead to me, After Life, A-Typical, The Let Down o.fl.
– Uppáhaldssjónvarpsefni:
Eins og sjá má að ofan, eitthvað sem er ekki of þungt eða hræðilegt ... fréttirnar sjá um það.
– Fylgistu með fréttum?
Já, í útvarpi og á neti.
– Hvað sástu síðast í bíó?
Yesterday.
– Uppáhaldsíþróttamaður:
Golfarinn Skarphéðinn Óli og markmaðurinn Bergrún Björk.
– Uppáhaldsíþróttafélag:
RKV og Golfklúbbur Suðurnesja.
– Ertu hjátrúarfull?
Ég segi bara nei og já!
– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?
Otis Redding, Nina Simone, Stevie Wonder, Lizzo, Maggie May með Rod Stewart, Bítlarnir, Cat Stevens, Nick Cave kemur mér kannski ekki í gott skap en hann er „all-time favorite“ og verður að vera með. Mér finnst samt erfitt að velja því góð tónlist bara kemur mér yfirleitt í gott skap.
– Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?
Ég vil ekki einu sinni telja það upp, þá bara fer ég í fýlu!
– Hvað hefur þú að atvinnu?
Ég hef verið að kenna jóga og skipuleggja ótrúlega spennandi námskeið í Lubba Peace. Er framkvæmdarstýra Lubba Peace.
– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?
Heldur betur, hef bara ekkert geta unnið sem er auðvitað mjög súrt.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Sem mjög krefjandi en mikilvægt ár. Ár til að læra og takast á við sjálfan sig.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já, meira að segja mjög mjög mikil bjartsýni.
– Hvað á að gera í sumar?
Vera með fjölskyldunni, taka til í garðinum, keyra um, njóta – og í ágúst fer ég með fjölskyldunni til Aðalvíkur sem verður hápunkturinn held ég.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Aðalvíkur og svo er restin óskrifað blað. Mig langar að fara til Akureyrar og vera eitthvað hjá fjölskyldunni minni á Selfossi.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Ég myndi byrja á göngu á Þorbjarnarfell og fara í Þjófagjá og stoppa svo Hjá Höllu í Grindavík. Þaðan myndi ég svo keyra að Brimkatli, stoppa í Höfnum, skoða Stafnes, Sandgerði og Garð. Það eru ótrúlega margar náttúruperlur sem ég myndi skoða. Þyrfti sennilega nokkra daga til að gera þetta vel og vandlega.