Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Háloftafjör hjá slökkviliðinu
Miðvikudagur 23. apríl 2003 kl. 16:20

Háloftafjör hjá slökkviliðinu

Eitthvað kítlaði þeim í magan þessum brosmildu stúlkum þegar Gísli Viðar Harðarson hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja lyfti þeim upp í háloftin í körfubíl slökkviliðsins. Þær eru nemendur við Háskóla Íslands og heimsóttu Brunavarnir Suðurnesja í gærkvöldi til að kynna sér starfsemina og til að leysa skólaverkefni með samnemanda sínum, Sigmundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra.Á meðan stúlkurnar fóru í háloftaferð, fengu aðrir að prófa að sprauta vatni úr slöngum slökkviliðsins, en það er ekki létt verk, enda þrýstingurinn mikill og oft á tíðum átök við slöngurnar.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024