Hallgrímur Pétursson í Keflavíkurkirkju
Annað kvöldið af fjórum í námskeiði um Hallgrím Pétursson í Keflavíkurkirkju á föstunni 2015 er í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19:00. Enn er mögulegt að bætast í hópinn en skráning er á [email protected].
Áhrif Hallgríms Péturssonar á íslenska tungu og menningu eru mikil. Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út en nokkurt annað rit hérlendis. Þetta höfundarverk Hallgríms er margslungið og býr yfir fjölbreyttum möguleikum til túlkunar.
Í marsmánuði verður boðið upp á námskeið um Hallgrím og kveðskap hans. Dagskráin samanstendur af þremur fyrirlestrum og einni leiksýningu.
Fyrsti fyrirlesturinn var í síðustu viku þegar Karl Sigurbjörnsson flutti fyrirlesturinn: Hallgrímur Pétursson. Púlsmaður og prestur á Suðurnesjum.
12. mars: Steinunn Jóhannesdóttir: Ungmennið Hallgrímur Pétursson.
19. mars: Dr. Gunnar Kristjánsson: „Líttu því ljúft til mín.“ Um séra Hallgrím í ljósi samtímans.
26. mars: Stopp leikhópurinn: Leiksýningin „Upp, upp...“
Dagskráin fer fram á fimmtudagskvöldum í Keflavíkurkirkju og hefst hún kl. 19:00. Skráning á [email protected].
Almennt verð, kr. 5000,-
Eldri borgarar, kr. 3000,-
Ínnifalið er kver Karls Sigurbjörnssonar um lífshlaup Hallgríms Péturssonar.