Hallbera er sundkona af lífi og sál
Hún stakk sér til sunds af Miðbryggjunni í Keflavík í gamla daga. Það sem hún vissi ekki þá en fékk að vita nýlega er, að hún átti leynda aðdáendur. Þeir undruðust kjark hennar og þor og dást ennþá að elju hennar í sundinu. Þessu komst blaðamaður að er hann leit yfir dolfallinn hóp “heldri" karla í heitu pottunum um daginn og hófst þá strax handa að ná tali af frú Hallberu Pálsdóttur.Var bílveik í fyrstu ferð sinni frá Hafnarfirði á Suðurnesin. Það var hnarreist myndarleg kona sem tók á móti blaðamanni í vesturbæ Reykjanesbæjar á dimmum nóvemberdegi aðeins 2 vikum eftir 84
ára afmæli sitt. Það er ekki að sjá að þessi kona hafi fengið blóðtappa fyrir tæpum 5 árum, þar sem hún vissi ekkert af sér í 5 daga og lærði bókstaflega allt upp á nýtt. Þetta er Hallbera
Pálsdóttir sem búið hefur ein undanfarin ár í huggulegri íbúð sinni, en eiginmann sinn Ólaf Þorsteinsson missti Hallbera árið 1988 eftir 48 ára hamingjusamt hjónaband. Ólafur var rótgróinn Keflvíkingur en Hallbera réði sig í vist tvítug að aldri til Friðriks Þorsteinssonar bróður Ólafs og konu hans Sigurveigar Sigurðardóttur. Þar féll hún gersamlega fyrir myndarlegum bróður heimilisföðurins sem hún vann hjá. En þegar Hallbera réði sig í vist til Keflavíkur var það ekki fyrsta ferð hennar hingað suður með sjó. Hún hafði ung stúlka farið í íþróttaferðalag til Sandgerðis með stöllum sínum úr Hafnarfirði og minnist þess að hafa verið bílveik á leiðinni eftir þröngum mjóum vegi þar sem þurfti að víkja vel út í kant til að geta mætt bílum sem komu á móti. Í þessari íþróttaferð sýndi Hallbera ekki bara fimleika heldur stakk sér til sunds af bryggjunni í Sandgerði að beiðni Hallsteins þjálfara síns. Íþróttahópurinn úr Hafnarfirði hafði verið fenginn til að sýna við athöfn sem haldin var í tilefni af komu björgunarbátsins Þorsteins til Sandgerðis árið 1929.
Kom í vist til Keflavíkur.
Hallbera Pálsdóttir er fædd 4. nóvember, frostaveturinn mikla, 1918 í Aðalsteini á Stokkseyri. Þaðan flutti hún til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum Páli Jónssyni og Vigdísi Ástríði Jónsdóttur. Þá var hún tæplega 7 ára gömul og bjó Hallbera í Hafnarfirði þangað til hún réð sig í vist til Keflavíkur og hefur búið þar síðan. Hjónin sem hún var í vist hjá bjuggu að Vallargötu 26 en lengst af var heimili Ólafs
og Hallberu að Vallargötu 22 og seinna að Túngötu 19. Hallbera heldur sig við gamla bæinn og heimili hennar hafa alltaf verið í góðu göngufæri frá kirkjunni sem skipar stóran sess í lífi hennar. Það var Friðrik Þorsteinsson orgelleikari, sá sem Hallbera var í vist hjá og varð seinna mágur hennar, sem fékk hana til að koma á kóræfingu og syngja altrödd með kirkjukórnum. Hallbera söng með Kirkjukór
Keflavíkukirkju í 45 ár. Hún endaði feril sinn þar með því að fara í eftirminnilega ferð með kórnum til Ísrael þar sem þau sungu á jólunum 1985 í Fæðingarkirkjunni í Betlehem. Björg dóttir Hallberu skrifaði dagbók í ferðinni og hafa þær mæðgur sagt ferðasöguna við ýmis tækifæri. Böðvar Pálsson sem söng með kirkjukórnum í 50 ár er bróðir Hallberu. Hann söng einnig með Keflavíkurkvartettinum og Karlakór Keflavíkur um árabil og er enn að.
Lærði fyrst að synda í sjónum í Hafnarfirði.
Hallbera hefur aldrei tekið bílpróf og fer fótgangandi allra sinna ferða. Hún myndi vilja vera laus við að biðja fólk að keyra sig, sérstaklega út í kirkjugarð. Þó hefur hún ekki vílað fyrir sér að ganga út í Leiru til að vitja um leiði eiginmanns síns og gengur til og frá Sundmiðstöðinni á hverjum morgni. Útivera og sund hafa verið áhugamál hennar ásamt söngnum. Hún byrjaði að læra að synda í sjónum
í Hafnarfirði. Það var faðir hennar sem kenndi henni sundtökin en hún segist hafa haft þrjá ágæta sundkennara í Hafnarfirði. Fyrstan er þar að nefna Grím Andrésson sem var skemmtilegur kennari og fór stundum með sundkrakkana til Reykjavíkur í laugarnar í Laugardalnum. Hann átti pallbíl sem hann flutti þau á og höfðu krakkarnir mjög gaman að því. Síðan var það Jakob Sigurðsson og síðast en ekki síst Hallsteinn Hinriksson (faðir Geirs Hallsteinssonar) sem þjálfaði hana í handbolta, fimleikum og ýmsum íþróttum. Hallsteinn var einn af stofnendum Fimleikafélags Hafnarfjarðar. “Hallsteinn var einstakur maður fyrir utan hvað hann var myndarlegur" segir Hallbera.
Hitti fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði s.l. vor. S.l. vor átti Hallbera 70 ára fermingarafmæli og af því tilefni hitti hún fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði en þau fermdust 8 saman að hausti til árið 1932 hjá séra Garðari Þorsteinssyni sem þá var nýkominn til starfa. Hallbera söng fyrst í kór í gamla barnaskólanum sem hún heldur að hafi staðið við Strandgötu í Hafnarfirði. Hún fór síðar í Lækjarskólann eftir að hann tók til starfa og þaðan í Flensborgarskóla. Skólaganga hófst ekki fyrr en 10 ára á þessum árum. Friðrik Bjarnson sem samdi m.a.lögin við Hafið bláa hafið og Abbalabbalá kenndi söng. Hann var góður kennari og glæddi áhuga Hallberu á söngnum. Hana langaði mikið að syngja í kór Morgunstjörnunnar sem var góðtemplarafélag en sökum feimni og óframfærni varð ekki úr því en Friðrik bauð henni í kór hjá sér þar sem hún söng millirödd. Einum kennara man hún sérstaklega eftir úr barnaskóla og það var Jóhann faðir Kjartans Jóhannssonar fyrrverandi alþingismanns. “Jóhann var mjög indæll maður og mér þótti vænt um hann". Finnur Jónsson kenndi henni teikningu og hvatti hana eindregið til að leggja fyrir sig myndlist því hún var efnilegur
teiknari. “Mig dreymdi oft um að geta lært að teikna en fjárhagurinn leyfði það ekki" segir hún. Sigrún dóttir Hallberu er með tvær innrammaðar myndir upp á vegg eftir móður sína og dæturnar telja
að móðir þeirra hafi verið efnileg í myndlist þó sú gamla vilji nú ekki heyra mikið lof um það og finnist óþarfi að vera að nefna þetta.
Alltaf logn í Hafnarfirði
Ég man að fyrsta sumarið mitt hér í Keflavík var yndislegt sumar og mikil veðursæld en þegar haustaði varð mjög hvasst og maður fékk sand í öll vit. Eins og áður sagði byrjaði Hallbera að synda í sjónum í Hafnarfirði og eftir því sem henni óx kraftur og þor fór hún að stinga sér til sunds af klettunum. Stundum var efnt til kappsunds og vann Hallbera nokkrum sinnum til verðlauna og einu sinni man hún eftir að hafa fengið fyrstu verðlaun.Hún minnist þess hve veðrið var oft dásamlegt í Firðinum og henni fannst oft hvasst fyrst eftir að hún flutti til Keflavíkur. Það aftraði henni þó ekki frá því að stunda sundið í sjónum niður við miðbryggjuna hér í Keflavík eftir að hún flutti. Þar stakk hún sér til sunds við mikla aðdáun ungra manna sem hún þó fékk ekki að heyra af fyrr en um daginn eftir að gömlu karlarnir í heita pottinum upplýstu blaðamann um aðdáun sína á þessari glæsilegu konu sem enn stundar sund á hverjum morgni komin fjögur ár yfir áttrætt og slær þeim við í úthaldinu.
Synti 2 km á áttræðisafmælisdaginn.
Mánuðina áður en hún varð 80 ára fór hún að þjálfa sig sérstaklega fyrir afmælið sitt.Hún setti sér það markmið að ná 80 ferðum (2 km) á afmælisdaginn og það tókst. Það er stórkostlegt og hefði verið efni í frétt finnst blaðamanni en hógværð og einbeiting Hallberu lýsir sér vel í þessu framtaki hennar. Hún segist alltaf hafa verið feimin en finni minna fyrir því núna. Hún var stundum fengin til að lesa upp og þá hafi hún öll titrað og fengið rauða flekki. Þrátt fyrir það var hún fengin til að lesa upp við ýmis tækifæri í þeim félögum sem hún var meðlimur í. Segist hún meir að segja hafið látið hafa sig í að lesa úr predikunarstól í kirkjunni Þrátt fyrir feimnina tók Hallbera þátt í ýmsum félagsstörfum utan kórastarfsins t.d. í Kvenfélagi Keflavíkur og Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn. En hún vill ekki kannast við að vera mjög pólitísk en hafi bara sína skoðun á hlutunum. Því hafði verið hvíslað í eyra blaðamanns að Hallbera væri ýmislegt til lista sagt og hafi sett saman vísur t.d. birtist bragur eftir hana í 50 afmælistímariti Kvenfélags Keflavíkur.Hún gerir lítið úr þessu en segist hafa það frá föður sínum sem hafi verð hagmæltur.
Börnin stunda öll sund reglulega og eru mikið fyrir íþróttir og útiveru að ógleymdum söngnum.
Hallbera þakkar sundi og útiveru góða heilsu í dag og telur sig hafa verið gæfusama konu. Hún lifði í hamingjuríku hjónabandi í 48 ár en þau Ólafur giftu sig á Útskálum árið 1940. Aðspurð segir hún að það hafi nú ekki verið neitt stórkostlegt við brúðkaupið “en ég var bara svo hrifinn af honum" segir Hallbera dreyminn á svip.Börn Hallberu og Ólafs eru: Björg fædd 1943, Sigrún fædd 1947 og Þorsteinn fæddur 1951. Barnabörnin eru 12 og langömmubörnin eru 18. Börnin eru mikið fyrir útivist og stunda sund reglulega. Dæturnar hafa stundað göngur bæði hérlendis og erlendis og einkasonurinn Þorsteinn var um árabil landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og er einnig þekktur sem fyrsti formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og síðar framkvæmdastjóri SKB þar til í fyrra að hann gekk til liðs við Olís. “Það er hagyrðingur í Steina og hann er mikið fyrir tónlist. Við jarðarför Ólafs var frumflutt lag og ljóð eftir hann" segir Hallbera og sýnir blaðamanni innrammað ljóðið sem hangir á vegg fyrir ofan borð sem er þakið fjölskyldumyndum. “Hann varð fimmtugur í fyrra og fjölfaldaði þá CD disk með lögum eftir sjálfan sig í 100 eintökum og gaf þeim sem heiðruðu hann í tilefni afmælisins og kærðu sig um diskinn. Steini átti annað af fyrstu tveimur hammondorgelunum sem komu til landsins. Hanni átti annað og Magnús Kjartansson hitt. Ég man að Karl heitinn Sighvatsson fékk orgelið stundum lánað hjá Steina".
Bakaði flatkökur fyrir Ítalíuferðinni.
Ólafur eiginmaður Hallberu var framtakssamur maður og lagði sitt af mörkum til samfélagsins meðan hann var og hét. Hann var áhugamaður um íþróttir og hlaut viðurkenningu fyrir störf sín hjá UMFÍ. Hann vann hjá Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennins sem framkvæmdastjóri í um hálfa öld og kom að ýmsum framfaramálum í byggðarlaginu. Hann sat m.a. í bæjarstjórn Keflavíkur og stuðlaði að því að byggt var yfir gömlu sundlaugarnar. Ólafur tók virkan þátt í Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en Hallbera segist aðallega hafa verið í kaffinu og fært þeim stundum kleinur og flatkökur, en flatkökurnar hennar eru víðfrægar. Síðast liðið vor fór Hallbera til Veróna á Ítalíu með félögum sínum í Kvenfélagi Keflavíkur og vann fyrir ferðinni með því að baka rómaðar flatkökur sínar. Á þessu sést að hún lætur ekki deigan síga og heldur sinni reisn þessi merkilega kona sem gengur ótrúlega bein í baki,virðuleg og sátt við lífið og tilveruna.
ára afmæli sitt. Það er ekki að sjá að þessi kona hafi fengið blóðtappa fyrir tæpum 5 árum, þar sem hún vissi ekkert af sér í 5 daga og lærði bókstaflega allt upp á nýtt. Þetta er Hallbera
Pálsdóttir sem búið hefur ein undanfarin ár í huggulegri íbúð sinni, en eiginmann sinn Ólaf Þorsteinsson missti Hallbera árið 1988 eftir 48 ára hamingjusamt hjónaband. Ólafur var rótgróinn Keflvíkingur en Hallbera réði sig í vist tvítug að aldri til Friðriks Þorsteinssonar bróður Ólafs og konu hans Sigurveigar Sigurðardóttur. Þar féll hún gersamlega fyrir myndarlegum bróður heimilisföðurins sem hún vann hjá. En þegar Hallbera réði sig í vist til Keflavíkur var það ekki fyrsta ferð hennar hingað suður með sjó. Hún hafði ung stúlka farið í íþróttaferðalag til Sandgerðis með stöllum sínum úr Hafnarfirði og minnist þess að hafa verið bílveik á leiðinni eftir þröngum mjóum vegi þar sem þurfti að víkja vel út í kant til að geta mætt bílum sem komu á móti. Í þessari íþróttaferð sýndi Hallbera ekki bara fimleika heldur stakk sér til sunds af bryggjunni í Sandgerði að beiðni Hallsteins þjálfara síns. Íþróttahópurinn úr Hafnarfirði hafði verið fenginn til að sýna við athöfn sem haldin var í tilefni af komu björgunarbátsins Þorsteins til Sandgerðis árið 1929.
Kom í vist til Keflavíkur.
Hallbera Pálsdóttir er fædd 4. nóvember, frostaveturinn mikla, 1918 í Aðalsteini á Stokkseyri. Þaðan flutti hún til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum Páli Jónssyni og Vigdísi Ástríði Jónsdóttur. Þá var hún tæplega 7 ára gömul og bjó Hallbera í Hafnarfirði þangað til hún réð sig í vist til Keflavíkur og hefur búið þar síðan. Hjónin sem hún var í vist hjá bjuggu að Vallargötu 26 en lengst af var heimili Ólafs
og Hallberu að Vallargötu 22 og seinna að Túngötu 19. Hallbera heldur sig við gamla bæinn og heimili hennar hafa alltaf verið í góðu göngufæri frá kirkjunni sem skipar stóran sess í lífi hennar. Það var Friðrik Þorsteinsson orgelleikari, sá sem Hallbera var í vist hjá og varð seinna mágur hennar, sem fékk hana til að koma á kóræfingu og syngja altrödd með kirkjukórnum. Hallbera söng með Kirkjukór
Keflavíkukirkju í 45 ár. Hún endaði feril sinn þar með því að fara í eftirminnilega ferð með kórnum til Ísrael þar sem þau sungu á jólunum 1985 í Fæðingarkirkjunni í Betlehem. Björg dóttir Hallberu skrifaði dagbók í ferðinni og hafa þær mæðgur sagt ferðasöguna við ýmis tækifæri. Böðvar Pálsson sem söng með kirkjukórnum í 50 ár er bróðir Hallberu. Hann söng einnig með Keflavíkurkvartettinum og Karlakór Keflavíkur um árabil og er enn að.
Lærði fyrst að synda í sjónum í Hafnarfirði.
Hallbera hefur aldrei tekið bílpróf og fer fótgangandi allra sinna ferða. Hún myndi vilja vera laus við að biðja fólk að keyra sig, sérstaklega út í kirkjugarð. Þó hefur hún ekki vílað fyrir sér að ganga út í Leiru til að vitja um leiði eiginmanns síns og gengur til og frá Sundmiðstöðinni á hverjum morgni. Útivera og sund hafa verið áhugamál hennar ásamt söngnum. Hún byrjaði að læra að synda í sjónum
í Hafnarfirði. Það var faðir hennar sem kenndi henni sundtökin en hún segist hafa haft þrjá ágæta sundkennara í Hafnarfirði. Fyrstan er þar að nefna Grím Andrésson sem var skemmtilegur kennari og fór stundum með sundkrakkana til Reykjavíkur í laugarnar í Laugardalnum. Hann átti pallbíl sem hann flutti þau á og höfðu krakkarnir mjög gaman að því. Síðan var það Jakob Sigurðsson og síðast en ekki síst Hallsteinn Hinriksson (faðir Geirs Hallsteinssonar) sem þjálfaði hana í handbolta, fimleikum og ýmsum íþróttum. Hallsteinn var einn af stofnendum Fimleikafélags Hafnarfjarðar. “Hallsteinn var einstakur maður fyrir utan hvað hann var myndarlegur" segir Hallbera.
Hitti fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði s.l. vor. S.l. vor átti Hallbera 70 ára fermingarafmæli og af því tilefni hitti hún fermingarsystkin sín úr Hafnarfirði en þau fermdust 8 saman að hausti til árið 1932 hjá séra Garðari Þorsteinssyni sem þá var nýkominn til starfa. Hallbera söng fyrst í kór í gamla barnaskólanum sem hún heldur að hafi staðið við Strandgötu í Hafnarfirði. Hún fór síðar í Lækjarskólann eftir að hann tók til starfa og þaðan í Flensborgarskóla. Skólaganga hófst ekki fyrr en 10 ára á þessum árum. Friðrik Bjarnson sem samdi m.a.lögin við Hafið bláa hafið og Abbalabbalá kenndi söng. Hann var góður kennari og glæddi áhuga Hallberu á söngnum. Hana langaði mikið að syngja í kór Morgunstjörnunnar sem var góðtemplarafélag en sökum feimni og óframfærni varð ekki úr því en Friðrik bauð henni í kór hjá sér þar sem hún söng millirödd. Einum kennara man hún sérstaklega eftir úr barnaskóla og það var Jóhann faðir Kjartans Jóhannssonar fyrrverandi alþingismanns. “Jóhann var mjög indæll maður og mér þótti vænt um hann". Finnur Jónsson kenndi henni teikningu og hvatti hana eindregið til að leggja fyrir sig myndlist því hún var efnilegur
teiknari. “Mig dreymdi oft um að geta lært að teikna en fjárhagurinn leyfði það ekki" segir hún. Sigrún dóttir Hallberu er með tvær innrammaðar myndir upp á vegg eftir móður sína og dæturnar telja
að móðir þeirra hafi verið efnileg í myndlist þó sú gamla vilji nú ekki heyra mikið lof um það og finnist óþarfi að vera að nefna þetta.
Alltaf logn í Hafnarfirði
Ég man að fyrsta sumarið mitt hér í Keflavík var yndislegt sumar og mikil veðursæld en þegar haustaði varð mjög hvasst og maður fékk sand í öll vit. Eins og áður sagði byrjaði Hallbera að synda í sjónum í Hafnarfirði og eftir því sem henni óx kraftur og þor fór hún að stinga sér til sunds af klettunum. Stundum var efnt til kappsunds og vann Hallbera nokkrum sinnum til verðlauna og einu sinni man hún eftir að hafa fengið fyrstu verðlaun.Hún minnist þess hve veðrið var oft dásamlegt í Firðinum og henni fannst oft hvasst fyrst eftir að hún flutti til Keflavíkur. Það aftraði henni þó ekki frá því að stunda sundið í sjónum niður við miðbryggjuna hér í Keflavík eftir að hún flutti. Þar stakk hún sér til sunds við mikla aðdáun ungra manna sem hún þó fékk ekki að heyra af fyrr en um daginn eftir að gömlu karlarnir í heita pottinum upplýstu blaðamann um aðdáun sína á þessari glæsilegu konu sem enn stundar sund á hverjum morgni komin fjögur ár yfir áttrætt og slær þeim við í úthaldinu.
Synti 2 km á áttræðisafmælisdaginn.
Mánuðina áður en hún varð 80 ára fór hún að þjálfa sig sérstaklega fyrir afmælið sitt.Hún setti sér það markmið að ná 80 ferðum (2 km) á afmælisdaginn og það tókst. Það er stórkostlegt og hefði verið efni í frétt finnst blaðamanni en hógværð og einbeiting Hallberu lýsir sér vel í þessu framtaki hennar. Hún segist alltaf hafa verið feimin en finni minna fyrir því núna. Hún var stundum fengin til að lesa upp og þá hafi hún öll titrað og fengið rauða flekki. Þrátt fyrir það var hún fengin til að lesa upp við ýmis tækifæri í þeim félögum sem hún var meðlimur í. Segist hún meir að segja hafið látið hafa sig í að lesa úr predikunarstól í kirkjunni Þrátt fyrir feimnina tók Hallbera þátt í ýmsum félagsstörfum utan kórastarfsins t.d. í Kvenfélagi Keflavíkur og Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn. En hún vill ekki kannast við að vera mjög pólitísk en hafi bara sína skoðun á hlutunum. Því hafði verið hvíslað í eyra blaðamanns að Hallbera væri ýmislegt til lista sagt og hafi sett saman vísur t.d. birtist bragur eftir hana í 50 afmælistímariti Kvenfélags Keflavíkur.Hún gerir lítið úr þessu en segist hafa það frá föður sínum sem hafi verð hagmæltur.
Börnin stunda öll sund reglulega og eru mikið fyrir íþróttir og útiveru að ógleymdum söngnum.
Hallbera þakkar sundi og útiveru góða heilsu í dag og telur sig hafa verið gæfusama konu. Hún lifði í hamingjuríku hjónabandi í 48 ár en þau Ólafur giftu sig á Útskálum árið 1940. Aðspurð segir hún að það hafi nú ekki verið neitt stórkostlegt við brúðkaupið “en ég var bara svo hrifinn af honum" segir Hallbera dreyminn á svip.Börn Hallberu og Ólafs eru: Björg fædd 1943, Sigrún fædd 1947 og Þorsteinn fæddur 1951. Barnabörnin eru 12 og langömmubörnin eru 18. Börnin eru mikið fyrir útivist og stunda sund reglulega. Dæturnar hafa stundað göngur bæði hérlendis og erlendis og einkasonurinn Þorsteinn var um árabil landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og er einnig þekktur sem fyrsti formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og síðar framkvæmdastjóri SKB þar til í fyrra að hann gekk til liðs við Olís. “Það er hagyrðingur í Steina og hann er mikið fyrir tónlist. Við jarðarför Ólafs var frumflutt lag og ljóð eftir hann" segir Hallbera og sýnir blaðamanni innrammað ljóðið sem hangir á vegg fyrir ofan borð sem er þakið fjölskyldumyndum. “Hann varð fimmtugur í fyrra og fjölfaldaði þá CD disk með lögum eftir sjálfan sig í 100 eintökum og gaf þeim sem heiðruðu hann í tilefni afmælisins og kærðu sig um diskinn. Steini átti annað af fyrstu tveimur hammondorgelunum sem komu til landsins. Hanni átti annað og Magnús Kjartansson hitt. Ég man að Karl heitinn Sighvatsson fékk orgelið stundum lánað hjá Steina".
Bakaði flatkökur fyrir Ítalíuferðinni.
Ólafur eiginmaður Hallberu var framtakssamur maður og lagði sitt af mörkum til samfélagsins meðan hann var og hét. Hann var áhugamaður um íþróttir og hlaut viðurkenningu fyrir störf sín hjá UMFÍ. Hann vann hjá Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennins sem framkvæmdastjóri í um hálfa öld og kom að ýmsum framfaramálum í byggðarlaginu. Hann sat m.a. í bæjarstjórn Keflavíkur og stuðlaði að því að byggt var yfir gömlu sundlaugarnar. Ólafur tók virkan þátt í Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en Hallbera segist aðallega hafa verið í kaffinu og fært þeim stundum kleinur og flatkökur, en flatkökurnar hennar eru víðfrægar. Síðast liðið vor fór Hallbera til Veróna á Ítalíu með félögum sínum í Kvenfélagi Keflavíkur og vann fyrir ferðinni með því að baka rómaðar flatkökur sínar. Á þessu sést að hún lætur ekki deigan síga og heldur sinni reisn þessi merkilega kona sem gengur ótrúlega bein í baki,virðuleg og sátt við lífið og tilveruna.