Halla Har sýnir í Garðabæ
Halla Har myndlistarkona úr Keflavík opnar í dag myndlistarsýningu í Listasal Garðarbæjar á Garðatorgi 7. Halla sýnir þar tólf olíumálverk og glerverk.
Halla er landskun myndlistarkona og hefur haldið tugi sýninga um allt land og erlendis. Verk hennar er að finna víða hér á landi auk þess sem hún hefur gert glerverk í Þýskalandi.
Halla fer á nýjar brautir í list sinni í myndunum sem hún sýnir á þessari sýningu. Verkin hafa verið máluð með nýrri nálgun þar sem hreinleiki lita og forma fær að njóta sín.