Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hálfvitar í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 11. júní 2009 kl. 10:09

Hálfvitar í Reykjanesbæ


Þingeyska stórsveitin Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. júní. Hljómsveitin er í miklu stuði eftir vellukkaða útgáfutónleika í Íslensku óperunni og Ýdölum í Aðaldal. Ný plata sveitarinnar er plata vikunnar á Rás 2 og eitt laganna, Lukkutroll, ofarlega á vinsældarlistum. 

Hljómsveitina skipa níu þingeyingar af ýmsum stærðum og gerðum, sem spila á ótal hljóðfæri og láta einskis ófreistað við að skemmta fólki. Tónleikarnir hefjast kl. 21.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024