„Hálftíma gangur“ á Aftan Festival
Aftan Festival verður haldið á Mamma Mía í Sandgerði fimmtudagskvöldið 14. apríl og hefst kl. 21:00. Að venju er frítt inn á þessa stórskemmtilegu tónlistarveislu.
Tveir listamenn munu þreyta frumraun sína á Aftan Festivalinu á fimmtudag en þar ber fyrstan að nefna Alex úr hljómsveitinni Kimono. Alex, ásamt hljómsveit sinni, hefur m.a. gefið út diskinn Mineur-Agressif sem hefur notið nokkurra vinsælda. Kanadíski söngfuglinn Alex verður með strengjabrettið meðferðis og því von á góðu.
Finnbjörn og Fríða munu einnig koma fram saman í fyrsta skipti en Fríða er Aftan Festivalinu að góðu kunn og hefur komið þar nokkrum sinnum fram í dúettnum „Fríða og Dýrið.“ Finnbjörn stígur þó sín fyrstu spor á Aftan Festivali.
„Hálftíma gangur“ rekur svo smiðshöggið í Aftan Festivalið en hljómsveitin mun flytja frumsamin lög úr leikritinu Hans og Gréta sem verið er að sýna í Frumleikhúsinu um þessar mundir. Meðlimir hljómsveitarinnar þekkja Aftan Festival í bak og fyrir en þess má geta að piltarnir eru að taka upp tónlistina sem þeir spila í Hans og Grétu og verður hún gefin út á geislaplötu ásamt ævintýrinu sjálfu. Til gamans má geta að nafnið „Hálftíma gangur“ er sótt úr ævintýrinu um Hans og Grétu en það mun vera hálftíma gangur að sætabrauðshúsi nornarinnar.
Tveir listamenn munu þreyta frumraun sína á Aftan Festivalinu á fimmtudag en þar ber fyrstan að nefna Alex úr hljómsveitinni Kimono. Alex, ásamt hljómsveit sinni, hefur m.a. gefið út diskinn Mineur-Agressif sem hefur notið nokkurra vinsælda. Kanadíski söngfuglinn Alex verður með strengjabrettið meðferðis og því von á góðu.
Finnbjörn og Fríða munu einnig koma fram saman í fyrsta skipti en Fríða er Aftan Festivalinu að góðu kunn og hefur komið þar nokkrum sinnum fram í dúettnum „Fríða og Dýrið.“ Finnbjörn stígur þó sín fyrstu spor á Aftan Festivali.
„Hálftíma gangur“ rekur svo smiðshöggið í Aftan Festivalið en hljómsveitin mun flytja frumsamin lög úr leikritinu Hans og Gréta sem verið er að sýna í Frumleikhúsinu um þessar mundir. Meðlimir hljómsveitarinnar þekkja Aftan Festival í bak og fyrir en þess má geta að piltarnir eru að taka upp tónlistina sem þeir spila í Hans og Grétu og verður hún gefin út á geislaplötu ásamt ævintýrinu sjálfu. Til gamans má geta að nafnið „Hálftíma gangur“ er sótt úr ævintýrinu um Hans og Grétu en það mun vera hálftíma gangur að sætabrauðshúsi nornarinnar.