Haldið á tungli
– Marínó Már Magnússon tók forsíðumynd vikunnar.
Marínó Már Magnússon á forsíðumynd Víkurfrétta að þessu sinni. Það eru lesendur fésbókarsíðu Víkurfrétta sem gáfu myndinni flest atkvæði í kosningu á milli þriggja mynda um það hver yrði forsíðumynd vikunnar.
Í öðru sæti varð mynd af folandi og meri sem Hallur Metúsalem Hallsson tók og í þriðja sæti varð mynd Guðmundar Árnasonar sem sýndi gröfu og flugvélar og er nokkuð táknræn mynd fyrir atvinnulífið hér suður með sjó um þessar mundir.
Marínó Már Magnússon er að gera mjög góða hluti sem áhugaljósmyndari en Víkurfréttir voru einmitt með viðtal við hann nú í sumar þar sem sjá mátti nokkur af verkum hans.
Víkurfréttir þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í forsíðuleiknum okkar nú tvö blöð í röð. Nú tökum við pásu á forsíðuleiknum og gefum ljósmyndurum Víkurfrétta tækifæri á að láta ljós sitt skína í næstu blöðum.
Í öðru sæti varð mynd af folandi og meri sem Hallur Metúsalem Hallsson.
Í þriðja sæti varð mynd Guðmundar Árnasonar.