Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Halda markað og styrkja hjálparstarf
Meðal þess sem í boði verður á markaðnum eru falleg trédýr sem nemendur bjuggu sjálfir til.
Fimmtudagur 3. mars 2016 kl. 06:00

Halda markað og styrkja hjálparstarf

- Nemendur 8. bekkjar í Vogum láta gott af sér leiða

Áttundi bekkur í Stóru-Vogaskóla heldur markað næsta laugardag, 5. mars, frá klukkan 14:00 til 17:00 í Tjarnarsal. Á markaðnum verða seldar ýmsar veitingar, svo sem kaffi og meðlæti. Þá verður á staðnum Smootie bar og lítil trédýr verða til sölu. 
 
Á markaðnum verður skipti- og fatamarkaður þar sem fólk getur annað hvort komið með föt og skipt þeim eða gefið á markaðinn. Allur ágóði rennur til hjálparstarfs í Afríku. Krakkarnir í 8. bekk í Stóru-Vogaskóla hvetja fólk til að láta sig ekki vanta.
 
Nemendur 8. bekkjar í óða önn að undirbúa markaðinn sem verður á laugardaginn frá klukkan 14 til 17. 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024