Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Halda í íslenskar jólahefðir í útlöndum
Sunnudagur 4. janúar 2015 kl. 14:33

Halda í íslenskar jólahefðir í útlöndum

Ósk Waltersdóttir er úr Garðinum, þar sem hún er fædd og uppalin. Ósk hefur hins vegar búið í næstum 17 ár í Esbjerg í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hún starfar sem félagsráðgjafi hjá verkalýðsfélagi sem heitir Fødevareforbundet NNF. Þá hefur hún að aukastarfi að vera prófdómari í félagsráðgjafanáminu. Ósk er gift Óskari Snorrasyni og á þrjú börn frá 8 til 27 ára.

– Hver er besta jólamyndin?
„Home Alone 2“

Hvaða lag kemur þér í jólaskap?
„Wham - Last Christmas“

– Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
„Ég hef alltaf haldið fast í íslenskar jólahefðir þar sem ég hef búið erlendis 16 og 1/2 ár og það hefur verið mikilvægt fyrir mig að börnin mín kynnist íslenskum jólum. Þau vilja heldur ekki hafa jólin öðruvísi. Íslenskt hangikjöt, lambahryggur og laufabrauð er „algjört must“ hér á jólunum enda íslenskt lambakjöt það besta í heimi“.

– Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?
– Aðfangadagur er að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og bíða eftir jólunum og undirbúa jólamatinn, sem við borðum kl. 18:00“.

– Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Þegar ég komst að því að ég var ófrísk að yngsta barninu, á milli jóla og nýárs 2005“.

– Hvað er í matinn á aðfangadag?
„Þýskur reyktur svínahamborgarhryggur, gerist ekki betri“.

– Eftirminnilegustu jólin?
„Þegar við héldum jólin hjá litla bróður í Ástralíu. Tengdafjölskylda hans ákvað að halda evrópsk jól fyrir okkur og við elduðum íslenskan jólamat í 30 gráðu hita. Þau höfðu t.d. aldrei smakkað brúnaðar kartöflur áður“.

– Hvað langar þig í jólagjöf?
„Sólgleraugu, var að eyðileggja fínu sólgleraugun mín. Annars er alltaf stærsta óskin að fjölskylda mín hafi það gott“.

– Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér í Danmörku?
„Við borðum ekki skötu en við borðum risengrød eða grjónagraut á Þorláksmessu með möndlu í og spilum pakkaspil á eftir“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024