Hairspray frumsýnt hjá NFS
-Uppselt á frumsýningu
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja mun í kvöld frumsýna leikritið Hairspray í leikstjórn Elvu Óskar Ólafsdóttur. Uppselt er á frumsýninguna en næstu sýningar verða um helgina. Æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun árs og hátt í 50 manns koma að sýningunni.
Brynja Ýr Júlíusdóttir, formaður Vox Arena, listaráðs NFS, segir stemninguna rosalega góða. „Við erum öll mjög spennt og mjög sátt með sýninguna.“
Hægt er að nálgast miða í síma 659-2820 eða á Facebook síðu sýningarinnar Hairspray NFS. Víkurfréttir fylgdust með generalprufu sýningarinnar í Frumleikhúsinu.