Mannlíf

Háir hamraveggir og Snorrastaðatjarnir í Reykjanes gönguferð
Sunnudagur 26. júní 2016 kl. 14:09

Háir hamraveggir og Snorrastaðatjarnir í Reykjanes gönguferð

Reykjanesgönguferðir gengu í vikunni frá Sólbrekkuskógi að Háabjalla í fylgd Kristjáns Bjarnasonar garðyrkjustjóra og leiðsögumanns sem fræddi hópinn um upphaf skógræktar og þá miklu möguleika á að rækta nytjaskóga á Suðurnesjum.

Gengið var frá Háabjalla um fallegar Snorrastaðatjarnirnar sem er vinsæll áningarstaður farfugla. Þaðan var haldið um Vogaheiði að Hrafnagjá en hún liggur samsíða Reykjanesbrutinni með 30m háa hamraveggi sem snúa mót suðri og er því falin þeim sem aka Reykjanesbraut.
 
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024