Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hagyrðingakvöld í Kvikunni fyrsta vetrardag
Þriðjudagur 18. október 2011 kl. 10:32

Hagyrðingakvöld í Kvikunni fyrsta vetrardag

Hagyrðingakvöld verður í Kvikunni fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október kl. 20:30. Að setja saman vísu, hvort sem er að búa til fyrri eða seinni part, er ákveðin list og ekki á hvers manns færi. Að skemmta sér við kveðskap er gömul íslensk tómstundaiðja sem enn er stunduð vítt og breitt um landið en einna síst á Suðurnesjum. Í tilefni fyrsta vetrardags mun þrír af fremstu hagyrðingum landsins mæta í Kvikuna í Grindavík og kveðast á um það sem helst er á döfinni í landsmálunum sem og í Grindavík og á Suðurnesjum.

Hagyrðingarnir eru;
Sigrún Haraldsdóttir, Jón Ingvar Jónsson og Friðrik Steingrímsson sem mætir alla leið úr Mývatnssveit. Stjórnandi kvöldsins er Unnur Halldórsdóttir fyrrum vert að Hótel Hamri í Borgarnesi. Allir þeir sem hafa gaman af kveðskap eru hvattir til að mæta sem og allir þeir sem vilja láta reyna á hláturtaugarnar. Aðgangseyrir er 1.000

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024