HAG tríó hóf tónleikaferðalagið í Keflavíkurkirkju
HAG tríó hélt vel heppnaða djasstónleika í Keflavíkurkirkju í gærkvöld sem mörkuðu upphaf tónleikaferðar þeirra félaga um landið.
Tríóið er skipað tveimur tónlistarmönnum úr Reykjanesbæ, saxófónleikaranum Guðjóni Steini Skúlasyni og gítarleikaranum Alexander Grybos, og Mosfellingnum Hlyni Sævarssyni sem leikur á kontrabassa.
Á tónleikunum léku þeir félagar lög eftir aðra auk frumsaminna laga Guðjóns við góðar unditektir áhorfenda. Framundan er tónleikaferð um landið og næstu tónleikar þeirra verða á Höfn í Hornafirði annað kvöld, miðvikudaginn 24. júlí, og hefjast klukkan 20.