Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hafsteinn með réttu handtökin við skötuna
Miðvikudagur 11. júlí 2018 kl. 10:39

Hafsteinn með réttu handtökin við skötuna

- Smellið á fréttina og þefið af myndunum!

Hafsteinn Guðnason kann réttu handtökin þegar skata er annars vegar. Hann hefur í allan morgun unnið við að skera skötu í rétta bitastærð fyrir skötumessuna sem haldin er í Garði í kvöld.
 
Í gær var salurinn í Miðgarði í Gerðaskóla gerður klár fyrir veisluna en myndir af því má sjá hér að neðan.
 
Skötumessan hefur verið haldin nokkur undanfarnin ár en með henni er safnað fjármunum til góðra málefna á Suðurnesjum og víðar. Borðhaldið hefst kl. 19.00 og að venju verður boðið uppá glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti – þá verður rómuð skemmtidagskrá flutt af fólki sem leggur Skötumessunni lið.
 

 
 
 
 
 
Ljósmyndir fengnar af fésbókarsíðu Ásmundar Friðrikssonar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024