Hafsteinn kann verklagið á skötunni
Skatan er ótrúlegt efni sem bragðbætt er með hamsatólg og eðal vestfiskri hnoðmör. Þá er líka mikilvægt að skera hana rétt. Hafsteinn Guðnason kann verklagið á þeim þætti matreiðslunnar betur en flestir, segir Ásmundur Friðriksson sem stendur fyrir Skötumessu í Garði í kvöld frá kl. 19.
Auk skötu verður einnig verður boðið upp á saltfisk, plokkfisk og meðlæti.
Skemmtiatriði verða ekki af lakara taginu, þjóðlagasveitin Hálft í hvoru, Gísli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari frá Heiði í Mýrdal, Bestu vinir í bænum, Sigurður Valur Valsson eftirherma og fleiri.
Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf., H. Pétursson, Sveitarfélagið Garður og fleiri.
Ásmundur tók þessar myndir frá undirbúningi Skötumessunnar sem verður eins og fyrr segir í kvöld.
Hafsteinn einbeittur við skötuskurðinn.