Hafnirnar skörtuðu sínu fegursta í kvöldsólinni
Ósabotnar, Hafnir og Merkines skörtuðu sínu fegursta í kvöldsólinni í gær hjá Reykjanesgönguferðum sem ganga reglulega á Reykjanesið í allt sumar.
Göngurnar eru styrktar af HS orku og HS veitum og gestum að kostnaðarlausu en leiðsögn er í höndum Rannveigar Lilju Garðarsdóttur. Í gær bættist henni liðsauki en með í för var Árni Hinrik Hjartarson íbúi í Höfnum sem sagði frá m.a. landnámi, fornleifauppgreftri í Kotvogi og geirfuglum.
Gangan endaði á heimsókn til Bjarna Marteinssonar "bónda" í merkinesi sem sagði margar sögur m.a. frá söngsystkinunum Vilhjálmi og Ellý Vilhjálms sem ólust þar upp.
Myndir Reykjanesgönguferðir.