Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

  • Hafnajól - Litlu jólin á Reykjanesi
  • Hafnajól - Litlu jólin á Reykjanesi
Föstudagur 1. desember 2017 kl. 09:36

Hafnajól - Litlu jólin á Reykjanesi

Sunnudaginn 3. desember milli kl. 12:00 og 17:00 mun Menningarfélag Hafna standa fyrir opnu jólahúsi í félagsheimili Hafna Nesvegi 4. Boðið verður upp á kósí jólastemmningu og heimabakað bakkelsi, kaffi og kakó til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju. Einnig verður einstakur jólabasar á staðnum með handverki og listhlutum frá Hafnabúum og öðru Suðurnesjafólki ásamt skemmtilegum lífstílsvarningi tengdum Höfnum.
 
Meðal þeirra listamanna sem munu selja á jólabasarnum eru: Rut Ingólfsdóttir, með Lækjarbakkafjölskylduna sem eru litríkir skúlptúrar úr pappamassa. Valgerður Guðlaugsdóttir með jólaketti úr pappamassa og þrykkt og handlituð jólakort í númeruðu upplagi. Helgi Hjaltalín með handgerð kort með vatnslitamyndum úr Höfnum og nágrenni.
 
Einnig verður Lilja Dögg Bjarnadóttir með ýmislegt sniðugt í pakkann eins og vinsælu púðana hennar og skartgripi og Elíza Newman verður með diska og vínilplötur til sölu á gjafaverði, m.a. nýendurútgefna fyrstu plötu Kolrössu Krókríðandi, Drápu.
 
Komið og upplifið rólega jólastemmningu í sveitasælunni og nælið ykkur í einstakar jólagjafir í leiðinni.
 
Verið velkomin í Hafnirnar!




 
Public deli
Public deli