Hafið of mengað að sögn barnanna
Myndir, af listasýningu barna sem haldin var í Frumleikhúsinu í dag eru komnar inn á myndasafn Víkurfrétta.
Börnin settu á fjalirnar leikrit sem fjallaði um hafið í allri sinni dýrð. Enda ár hafsins í ár. Börnunum var ofarlega í huga hversu mengað hafið væri og vildu vekja athygli á því með þessari leiksýningu.
Einnig mátti sjá listaverk barnanna í anddyri leikhússins en þau voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg. Allt frá sérútbúnum fjarstýringum yfir í málverk máluð á bóluplast.