Hafið Bláa Hafið með Ragga Bjarna
Á fimmtudagskvöldið 31. maí við upphaf Sjóarans Síkáta verða tvennir tónleikar, Hafið Bláa Hafið haldnir á Salthúsinu.
Fyrri tónleikarinr hefjast stundvíslega kl. 20:00 og þeir seinni kl. 22:15.
Öll gömlu góðu sjómannalögin verða flutt af Ragga Bjarna og valinkunnum tónlistarmönnum. Þeir eru Pálmi Sigurhjartarson á píanó og harmónikku, Ásgeir Ásgeirsson á gítara og mandólín, Jökull Jörgensen á bassa og Halldór Lárusson á trommur.
Einnig munu tveir gestasöngvarar heiðra samkomuna en það eru þau Mjöll Hólm og Dagbjartur Willardsson sem munu taka nokkur lög.
Fyrir þá sem vilja panta sér borð og gæða sér á ljúffengum kvöldverði fyrir fyrri tónleikana kl. 20:00 þá er um að gera að panta sér borð sem fyrst. Að fyrri tónleikunum loknum er gestum velkomið að setjast á efri hæð Salthússins og gera sér glaðan dag meðan gestir á seinni tónleikana koma sér fyrir.
Forsala miða er hafin á Salthúsinu s: 426 9700 og hjá Halldóri trommuleikara s: 893 0019