Hafið bláa hafið á árshátíð Myllubakkaskóla
Árshátíð Myllubakkaskóla var haldin föstudaginn 20. mars sl. Hátíðin fór fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þema hátíðarinnar var Hafið bláa hafið. Starfsfólk og nemendur skólans lögðu mikla vinnu í undirbúning og skilaði það sér í glæsilegri hátíð. Nemendur allra árganga voru með frábær atriði og voru búningarnir stórkostlegir. Eftir dagskrána var öllum boðið í kaffi í B – sal íþróttahússins.
Ljósmyndir sem Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta tók, má sjá í ljósmyndasafni Víkurfrétta hér á vf.is