Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Hafðu metnað og vandaðu þig!“
Sunnudagur 6. júní 2010 kl. 13:36

„Hafðu metnað og vandaðu þig!“


Jóhann Smári Sævarsson er óperusöngvari en hann er búin að iðka þá listgrein í tæp 17 ár. Hann hefur ferðast víða um heim og búið í mismunandi löndum og er því feginn að vera kominn aftur heim til gamla góða Íslands þrátt fyrir kreppuna.

Jóhann stundaði nám í sameiginlegri óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í Englandi. Hann byrjaði námið hjá Árna Sighvatssyni í Tónlistarskólanum í Keflavík og var síðan í fjögur ár hjá Sigurði Demetz áður en hann fór til Englands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hefur leikið skrattann sjálfan
Jóhann er búinn að leika allt að 55 mismunandi óperuhlutverk allt frá prestum til konunga og meira segja skrattann sjálfan. Úr öllum þessum hlutverkum þá eru tvö þeirra sem skera sig úr að mati óperusöngvarans og eru í uppáhaldi hjá honum. Þessi hlutverk eru Filippo II Spánarkonungur úr óperunni Don Carlo (óperuhlutverk) og Tevje, mjólkurpósturinn úr Fiðlaranum á þakinu.

Geisladiskar væntanlegir
Í dag kennir Jóhann söng, raddþjálfar kóra, syngur í óperum og á tónleikum og talsetur teiknimyndir. Svo eru tveir diskar að koma út þar sem hann syngur. Á öðrum þeirra syngur hann aðalhlutverkið í Hallgrímspassíunni eftir Sigurð Sævarsson og í hinum syngur hann vetrarferðina eftir Franz Schubert.

Góð listmenning á Íslandi
Að lokum lék blaðamanni forvitni á að vita hvað honum fyndist um listmenningu á Íslandi. „Hún er mjög góð að mörgu leiti en það mætti náttúrulega vera fleiri vandaðri og metnaðarfyllri listviðburðir.” Ertu með einhver góð ráð fyrir komandi kynslóð? ,,Trúðu á sjálfan þig, lærðu af þeim sem hafa meiri metnað og reynslu og vandaðu þig.”