Hafdís og Klemmi í Keflavíkurkirkju
Þau Hafdís og Klemmi koma í eigin persónu í heimsókn í Keflavíkurkirkju næsta sunnudag, 24. apríl, klukkan 11. Þar koma þau fram í leiksýningunni Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins. Sýningin, sem miðlar kristlegum boðskap, fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar.
Umfjöllunarefni sýningarinnar er hæfileikar. Allir hafa ólíka hæfileika og maður getur nýtt hæfileika sína til góðs. Mikið er gert upp úr þátttöku barnanna á sýningunni. Frítt er inn og allir velkomnir.