Hafa starfað í 20 ár á Heiðarseli
Leikskólinn Heiðarsel í Keflavík fagnaði 20 ára afmæli á dögunum. Foreldrum barna á leikskólanum var boðið til afmælisfagnaðar þar sem börnin sungu fyrir foreldra sína og síðan var boðið upp á ávexti og afmæliskökur.
Fimm starfsmenn hafa starfað við leikskólann frá upphafi. Það eru þær Kolbrún Sigurðardóttir, Sigríður H Guðmundsdóttir, sif Stefánsdóttir, Sigrún Grétarsdóttir og Ólöf Gestsdóttir.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson