Hafa lokið hjólaferð um Jakobsstíginn
Þá hefur þríeykið Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir og Ásta Gunnarsdóttir lokið við að hjóla hinn sí vinsæla Jakobsveg á Spáni. Þær komu til Santiago de Compostela eftir hádegi í gær, vel þreyttar að sögn.
Þær áttu yndislegt kvöld í gær, búnar að fara á torgið og láta mynda sig í bak og fyrir. Þá segjast þær búnar að fá syndaaflausnina afhenda.
„Vorum að koma úr messu í kirkju heilags Jakobs í Santiago de Compostela. Nú erum við búnar að ná takmarkinu, eru semsagt ekki lengur „Peregrinos“ á vegi Jakobs, heldur bara venjulegir
ferðamenn að skoða gamlar kirkjur og læra smá um borgina,“ segja þær á Fésbókarsíðu ferðalagsins.
Þær voru að hjóla í fjáröflunarskyni fyrir Kvennasveitin Dagbjörg Reykjanesbæ. Hægt er að leggja fjáröfluninni lið með því að greiða inn á reikning kvennasveitarinnar, 0541 hb 04 reikn. 760400 kt. 700404-5280. Engin upphæð er of lítil.