Hættur eftir 36 ár hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar
Það voru mikil tímamót hjá Þórði B. Þórðarsyni, starfsmanni Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann var að ljúka störfum hjá slökkviliðinu eftir 36 ára starf.
Vaktfélagar Þórðar ákváðu að kveðja starfsfélaga sinn með eftirminnilegum hætti. Honum var ekið í bifreið slökkviliðsins undir vatnsboga sem slökkviliðsbílar mynduðu með slökkvidælum sínum.
Eftir að komið var undan vatnsboganum var hins vegar komið að því að Þórður ákvað að halda uppteknum hætti og ganga heim til sín í Njarðvíkurnar frá vinnustaðnum á Keflavíkurflugvelli.
Þórður hefur gengið til og frá vinnu í Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í 31 ár og skiptir engu máli hvaða veður hefur gengið á. Aldrei hefur mátt bjóða Þórði far.
Nánar er fjallað um þessi tímamót hjá Þórði á vef Víkurfrétta nú um helgina og meðal annars birt viðtal sem tekið var við hann nú í morgunsárið þegar hann gekk heim úr vinnunni í síðasta skiptið.
Vaktfélagar Þórðar ákváðu að kveðja starfsfélaga sinn með eftirminnilegum hætti. Honum var ekið í bifreið slökkviliðsins undir vatnsboga sem slökkviliðsbílar mynduðu með slökkvidælum sínum.
Eftir að komið var undan vatnsboganum var hins vegar komið að því að Þórður ákvað að halda uppteknum hætti og ganga heim til sín í Njarðvíkurnar frá vinnustaðnum á Keflavíkurflugvelli.
Þórður hefur gengið til og frá vinnu í Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í 31 ár og skiptir engu máli hvaða veður hefur gengið á. Aldrei hefur mátt bjóða Þórði far.
Nánar er fjallað um þessi tímamót hjá Þórði á vef Víkurfrétta nú um helgina og meðal annars birt viðtal sem tekið var við hann nú í morgunsárið þegar hann gekk heim úr vinnunni í síðasta skiptið.