Hættu sér inn á heimili kríunnar
Ofurhugar á ferðinni við Fitjar
Ungir ofurhugar hættu sér inn á heimili kríanna við Fitjar í Njarðvík nú í morgun. Strákarnir voru allir vopnaðir hjálmum á hausnum og læddust að hreiðrum kríanna sem sveimuðu yfir þeim í hundraðatali og gerðu einstaka loftárásir að strákunum.
Ofurhugarnir stoppuðu stutt við, tóku eflaust nokkur snöpp á símann og hlupu svo eins og fætur toguðu aftur á öruggt svæði eins og sjá má á eftirfarandi myndum sem blaðamaður Víkurfrétta tók.
Þarna munaði mjóu að krían næði að gogga í hjálminn.