Hættu að reykja með dáleiðslu
Vignir Daðason NLP master og NLP health coach hefur menntað sig sem lífsþjálfa og klínískan dáleiðslufræðing. Hann mun á næstunni bjóða upp á dáleiðslu og ráðgjöf í gamla K-húsinu við Hringbraut í Keflavík. Meðal annars mun hann bjóða upp á dáleiðslu fyrir þá sem vilja hætta að reykja en hann beitir einnig dáleiðslu við ýmsum öðrum kvillum.
Fjölmargir þekkja til Vignis en hann hefur undanfarið verið með fría ráðgjöf við Virkjun á Ásbrú.
Þeir sem vilja bóka tíma hjá Vigni er bent á símann 897 7322.