Hættir eftir tæp 40 ár
Víkingur Sveinsson lét af störfum í lögreglunni í Keflavík eftir tæp 40 ár, en hann byrjaði árið 1967. Strákarnir á stöðinni kvöddu hann með virktum og Víkingur bauð upp á þessar fínu rjómatertur. Hann segir starfið lítið hafa breyst á þessum tíma nema að honum finnst fillirirí vera minna áberandi. Hann kann líka ýmsar sögur frá þeim tíma sem Sigtryggur heitinn var lögreglustjóri í Keflavík og stöðin var til húsa við Hafnargötu. „Við vorum með gamla ritvél til að gera skýrslurnar og ef maður sló of fast á o-takkan, þá kom gat á pappírinn“, segir Víkingur brosandi en í dag hafa tölvur tekið við af gömlu, góðu ritvélunum og kalkipappírnum.