Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hættir eftir 33 ára starf í Spkef
Föstudagur 11. september 2009 kl. 15:58

Hættir eftir 33 ára starf í Spkef


Margrét Lilja Valdimarsdóttir, útibússtjóri í SpKef í Garði, lét af störfum síðastliðin föstudag eftir 27 ár í starfinu en hún fer nú á eftirlaun. Margrét starfaði í samtals 33 ár í hjá Sparisjóðnum en fyrstu árin var hún starfsmaður í höfuðstöðvunum í Keflavík uns hún tók við stjórninni í Garðinum við opnun útibúsins þar.

Aðspurð segir Margrét engan trega fylgja þessum tímamótum, hún hafi verið búin að undirbúa starfslokin vel og sé því mjög sátt. Nú taki við fleiri ánægjustundir í sumarbústaðnum yrir austan fjall og meira svigrúm til að stunda sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna, sem er hestamennskan.

Við starfi Margrétar tekur Ágústa Ásgeirssdóttir, enn einn reynsluboltinn úr starfsliði Sparisjóðsins sem hefur haldist vel á starfsfólki í gegnum árin. Ágústa á 19 ára starfsferil að baki í Sparisjóðnum.
----

VF-mynd/elg - Margrét Lilja Valdimarsdóttir síðasta daginn í vinnunni sem útibússtjóri SpKef í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024