Hættir eftir 29 ár á Laut
Á heimasíðu leikskólans Lautar er sagt frá því að Helga Eysteinsdóttir sé hætt á leikskólanum eftir hvorki meira né minna en 29 ár á sama vinnustaðnum! Helga hóf störf á Laut 1981. Hún er engu að síður enn að störfum fyrir Grindavíkurbæ því hún starfar nú sem stuðningsfulltrúi í Hópsskóla.
,, Hennar verður sárt saknað og þökkum við henni fyrir ánægjulega samvinnu og samveru og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi," segir jafnframt á heimasíðu leikskólans.