Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hætta eftir 44 ára starf hjá Grindavíkurbæ
Ester hefur unnið í sundlauginni, þeirri gömlu og nýju, í rúm 26 eða frá 15. september 1986. Sigríður hefur unnið í sundlauginni frá 8. apríl 1994.
Miðvikudagur 26. desember 2012 kl. 14:50

Hætta eftir 44 ára starf hjá Grindavíkurbæ

Það er gæfa Grindavíkurbæjar hversu mikla hollustu starfsfólk sýnir bænum. Um áramótin hætta tveir reynslumiklir starfsmenn sem hafa unnið í sundlauginni í samtals 44 ár, þær Sigríður Ágústsdóttir og Ester Garðarsdóttir, en þær eru báðar komnar „á besta aldur“. Starfsfólk sundlaugarinnar hélt þeim kveðjuveislu í tilefni þessara tímamóta sl. fimmtudag en greint er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar.

Ester hefur unnið í sundlauginni, þeirri gömlu og nýju, í rúm 26 eða frá 15. september 1986. Sigríður hefur unnið í sundlauginni frá 8. apríl 1994.



Frá kveðjuveislunni. Hér er hluti af núverandi og fyrrverandi starfsliði sundlaugarinnar. Frá vinstri: Fanný Laustsen, Þórhildur Rut Einarsdóttir, Ólína Þuríður Þorsteinsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Ester Garðarsdóttir, Sigurgeir Sigurgeirsson, Þórkatla Albertsdóttir, Snorri Viðar Kristinsson, Ólöf Þóra Jóhannesdóttir og Hermann Guðmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024