Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hætt að leita að páskaeggjum
Sunnudagur 5. apríl 2015 kl. 09:00

Hætt að leita að páskaeggjum

Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir, nemi.

Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?

Nei, ég mun ekkert ferðast um páskahelgina, verð að vinna á laugardeginum, annars verð ég bara heima með fjölskyldu og vinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?

Mamma og pabbi földu alltaf páskaeggin sem ég og systir mín fengum og við leituðum að þeim þegar við vöknuðum, við erum samt hættar því núna.

Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?

Það er ekkert sérstakt sem við borðum en það er alltaf eitthvað gott.

Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?

Lakkrís páskaegg frá Freyju.