Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hæpið í umsjá lögreglunnar á Suðurnesjum
Þriðjudagur 1. mars 2016 kl. 14:48

Hæpið í umsjá lögreglunnar á Suðurnesjum

Sjónvarpsstjörnur kynntu sér landamæraeftirlit í FLE

Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum fékk til sín góða gesti í heimsókn þegar sjónvarpsþátturinn Hæpið á RÚV kíkti við í Flugstöð Leifs Eiríkssonar  á dögunum. Unnið er að sérstökum þætti um landamæri Íslands í víðu samhengi þar sem skoðuð er starfsemi lögreglunnar í flugstöðinni sem sinnir þar landamæraeftirliti.

Lögreglan varð fúslega við bón þeirra Unnsteins og Katrínar úr Hæpinu og stillti sér upp í myndatöku með sjónvarpsfólkinu. Þátturinn er væntanlegur á skjáinn innan skamms.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024