Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hæna til bágstaddra eftirminnilegasta jólagjöfin
Karólína ásamt yngsta syni sínum, Sæmundi Aroni.
Fimmtudagur 24. desember 2015 kl. 08:00

Hæna til bágstaddra eftirminnilegasta jólagjöfin

Jólin mín: Karólína Einarsdóttir

Karólína Einarsdóttir býr með fjölskyldu sinni í Dubai og heldur því jólin þar í ár. Yfir hátíðirnar fer hún í huganum yfir árið sem er að líða og setur sér markmið fyrir næsta ár. Henni finnst jólin koma þegar eiginmaðurinn og synirnir hætta að syngja jólalögin í laumi og byrja að syngja þau upphátt.
 
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Það mun vera Love Actually og The Grinch.
 
Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Við sendum heimatilbúin jólakort í ár.
 
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Ekki svo vanaföst en ég geri upp árið hjá sjálfri mér, horfi síðan fram á næsta ár og set mér markmið.
 
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Hæna. Vinkona mín sendi mér kvittun fyrir hænu sem fátæk fjölskylda fékk í mínu nafni. Virkilega falleg gjöf.
 
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Ég gæti trúað því að það verði hangikjöt og grænmetisbollur.
 
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þegar eiginmaðurinn og synirnir hætta að spila jólalög í laumi og fara að spila jólalögin upphátt, það er í nóvember.
 
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Já, alveg hiklaust. Við höfum haldið jól víða og það er gott að breyta til.
 
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Já, það er jólaskrautið sem synirnir hafa útbúið og svo hnotubrjótar sem maðurinn minn hefur gefið mér í gegnum árin.
 
Hvernig verð þú jóladegi?
Aðfangadagur er í föstum skorðum eins og hjá flestum en jóladagur er hins vegar mjög afslappaður. Við lesum og borðum, spjöllum saman, spilum og hlustum á tónlist. Það eru engar kvaðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024