Hægt að fá mjólkurlaus páskaegg
Smá mjólkuróþol fær ekki skemma páskana.
Patrekur Einar Jónsson, nemi í 5. bekk í Akurskóla, og afi hans, Einar Valgeir Arason, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, voru staddir í Bílanausti í Krossmóa þegar blaðamaður tók þá tali og spurði hvað þeir ætluðu að gera um páskana.
„Við ætlum aðallega að vera heima og stússast, kannski fara yfir próf og svoleiðis. Og svo mun maður gera eitthvað í tengslum við vinnuna heima og svo bara taka til og þurrka af. Maður fer í kirkju líka,“ segir Einar Valgeir. Þeir segjast ná vel saman og Patrekur Einar segist vera mikið hjá afa sínum. Þannig verði það líklega einnig um páskana.
Patreki Einari finnst eggin Nóa Síríusi best. Einar Valgeir vekur máls á því að Patrekur sé kominn með mjólkuróþol svo að það gæti orðið smávegis vandamál. Patrekur Einar er fljótur að svara því glaðlega: „Það er hægt að fá mjólkurlaus páskaegg.“