Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hæfileikakeppni haldin í Garði
Fimmtudagur 24. október 2013 kl. 09:38

Hæfileikakeppni haldin í Garði

Þekkir þú einhvern sem er í 8. - 10. bekk í grunnskólum á Suðurnesjum sem hefur hæfileika?

Kanntu að syngja, dansa, galdra eða býrðu yfir leyndum hæfileikum :) ? Þá eru Hæfileikarnir málið fyrir þig.

Í verðlaun fyrir einstaklingskeppnina er IPAD og í verðlaun fyrir hópakeppnina er svakaleg skemmtiferð til Reykjavíkur, þar sem m.a. verður farið í GOKART, KEILU, LASERTAG, LEIKHÚS og út að borða ! Keppnin verður haldin í grunnskólanum í Garði 29. nóvember.

Auðunn Blöndal verður kynnir!

Skráning hafin í þinni félagsmiðstöð - bæði á fésbók eða með tölvupósti.

Keppnin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024