Hádegisborgarar hjá Securitas í Reykjanesbæ
Um 130 manns mættu í hádegisgrill sem Securitas bauð til í Reykjanesbæ á dögunum. Boðið var upp á hamborgara og franskar frá Búllubílnum, ásamt drykkjum. Þá gátu matargestir reynt fyrir sér í pílukasti og með því að setja píluna í innsta hring fengu gestir jólapakka að launum.
Meðfylgjandi myndir í safninu hér að neðan voru teknar í hádegisboðinu.