Gyllenhaal í Bláa lóninu og Leifsstöð í dag
Hollywood leikarinn Jake Gyllenhaal sem dvalið hefur á Íslandi að undanförnu fór af landi brott í dag en hann lauk heimsókninni með því að fara í Bláa lónið og það reyndar í annað sinn í Íslandsferðinni.
Gyllenhaal kom við á nokkrum stöðum í Reykjavík á ferð sinni en á þessari mynd má sjá hann á spjalli við Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðanda í Leifsstöð í dag.
Jake hefur leikið í kvikmyndum á borð við Brokeback Mountain, Jarhead, Zodiac, Donnie Darko og Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Brokeback Mountain.
Ljósmynd/HildurBjörk.