Gylfi Sigurðsson gefur áritaða treyju
Á herrakvöldi Keflavíkur
Herrakvöld knattspynudeildar Keflavíkur fer fram í Officera klúbbnum laugardagskvöldið 23. febrúar. Húsið opnar klukkan 19:00 og verða margvíslegar uppákomur um kvöldið. Verður haldið glæsilegt uppboð þar sem meðal muna eru fjölbreytt listaverk, knattspyrnutreyjur og munir úr sögu Keflavíkur.
Eins verður happadrætti eins og vanalega. Veislustjori verður Kristján Jóhannsson. Maturinn verður ekki af verri endanum en meðal aðalrétta er hægeldaður nautavöðvi.
Hér að neðan má sjá nokkra af þeim munum sem verða boðnir upp á laugardaginn.